Skip to content

Annarosa Holm

Annarosa Kroyer Holm’s research for this project is focused on the alchemical production of the white gold or porcelain and its main substance, kaolin. In Travels in Iceland, a source of kaolin is mentioned in Mókollsdalur,  in northwest Iceland. During her research, Annarosa travelled to the source along with other sites in the nearby area that are mentioned in Travels in Iceland, disclosing various clay sources. From the collective in Search of Porcelain as well as the farmer owning the land with kaolin, Holm learned that the site in Mókollsdalur was a location the Danish Royal Porcelain Factory studied as a potential source of kaolin, to be used in their production of porcelain. A ship with a large quantity of kaolin was shipped off but never reached its destination as the ship sank. The tradition of burning clay did not become prevalent in Iceland until in the 1930’s. The supply of porcelain and other utensils from burned clay were provided from the capital, Copenhagen. Kaolin and porcelain functions as a literal metaphor to witness colonialism through its material appearance and texture. More symbolically, porcelain has a history as an emblem of colonial narration, both with regards to the visual images portrayed on porcelain objects and as a non-porous vessel for colonial products such as tea, coffee and cocoa, sweetened with sugar. 

Her installation presents a fractured archival presentation where she also examines the viewer’s role in witnessing her attempt of decolonizing history. The installation becomes a meta archival layout of her own personal and professional steps taken in such a process with her research in the IMMUNE project. The two porcelain globes or eyeballs made out of kaolin found in Mókollsdalur, Holm copied drawings made by astronomer Percival Lowell (1855-1916). Lowell presented these drawings in his publications in the late 19th century where he claimed that on Mars lived a higher civilization. Based on his own viewing and exploration taken via his telescope he claimed that he could see canals on the planet which he saw as proof that on Mars were elaborate irrigation systems, leading water from the polar ice caps to dryer areas. His hypothesis became debunked in 1964 when the Mariner spacecraft photographed Mars and no canals were to be found. Retired optometrist has since then claimed that most likely Lowell was viewing and witnessing the vein system at the back of his eye.  In these drawings, Lowell peered long enough through a telescope for the vein system of the back of his eyes to be projected back. He believed he was witnessing the irrigation of water on Mars, rather than his own biology. Holm’s installation brings the concept of blindness which has been accompanied in recent decolonial discourse and addressment of Denmark’s colonial history and juxtaposes it with the human act of projection until reality is eventually addressed.

Annarosa Kroyer Holm explores the conceptual framework of sculptural history and practice. Through artistic research, sculptural materiality, mapping and archiving she addresses the interconnectedness of classical art history and European colonialism. With an interest in how personal memory and narratives can challenge the national identity construction and historiography, she has made several projects that explore the interlocking of Danish colonialism and the white ideals emerging in European Renaissance and Neoclassicism.

Annarosa Holm

Fyrir verkið rannsakaði Annarosa Kroyer Holm gullgerðarframleiðslu hvíta gullsins, eða postulíns, ásamt helsta innihaldsefni þess, kaólíni. Í Ferðabók Eggerts og Bjarna kemur fram að finna megi kaólín í Mókollsdal á Ströndum. Annarosa lagði leið sína að þessum fundarstað á meðan á rannsókn hennar stóð, ásamt því að koma við á nærliggjandi stöðum sem minnst er á í Ferðabók Eggerts og Bjarna að hafi að geyma leir. Bóndinn sem á landið þar sem kaólínið finnst og meðlimir samstarfshópsins Leit að postulíni, upplýstu Holm um að fundarstaðurinn í Mókollsdal hafi verið miðpunktur kaólínsleitar hinnar konunglegu postulínsverksmiðju í Kaupmannahöfn. Gríðarlegu magni af kaólíni var hlaðið á skip en á leið sinni sökk skipið og komst kaólínið því aldrei á leiðarenda. Almenn leirbrennsla á Íslandi hófst ekki fyrr en um 1930. Postulín og aðrir nytjamunir úr brenndum leir voru því fluttir inn frá höfuðborginni, Kaupmannahöfn. Kaólín og postulín eru bókstaflegar myndlíkingar um vitnisburð nýlendustefnunnar, vegna efniskenndar sinnar og útlits. Á enn táknrænni hátt þjónaði postulín hlutverki táknmyndar í nýlendusögunni, bæði með tilliti til þeirra mynda sem málaðar voru á postulínsmuni og einnig sem heilsteypt ílát, notað undir nýlenduafurðir, s.s. te, kaffi og kakó, sykursætt.

Með innsetningu sinni setur hún fram brotakennda arkívu, þar sem hlutverk áhorfandans, sem er vitni að tilraun hennar til að afnýlenduvæða söguna, er einnig kannað. Innsetningin verður að meta arkívu af persónulegum, sem og fagmannlegum, skrefum í ferlisvinnu hennar í listrannsóknarverkefninu ÓNÆM. Við gerð postulínshnattanna tveggja, eða augnanna, sem gerðir eru úr kaólíni úr Mókollsdal, líkti Holm eftir teikningum stjörnufræðingsins Percival Lowell (1855-1916). Lowell birti teikningarnar í útgáfuriti sínu við lok 19. aldar, þar sem hann fullyrti að æðri siðmenningu væri að finna á Mars. Byggt á athugunum sem hann gerði með sjónauka sínum, staðhæfði hann að hægt væri að sjá skurði á plánetunni sem hann taldi vera sönnun þess að á Mars væru vel útfærð áveitukerfi sem leiddu vatn frá heimskautaísnum, yfir til þurrari landsvæða. Kenning hans var afsönnuð árið 1964 þegar geimfarið Mariner náði ljósmyndum af Mars og á þeim sáust engir áveituskurðir. Síðan þá hefur sjóngleraugnafræðingur, sem kominn var á eftirlaun, fullyrt að líklegast hafi Lowell verið að fylgjast með æðakerfinu aftast í augunum á sér. Í teikningunum hafði Lowell starað nægilega lengi í sjónaukann, svo að æðakerfið í augum hans endurspeglaðist. Hann stóð í trú um að hann væri að sjá vatnsáveitukerfi á Mars, fremur en eigin líffræði. Innsetning Holm stillir hugmyndinni um blindu, sem loðað hefur við nútímaumræður um afnýlenduvæðingu og umfjallanir um nýlendusögu Danmerkur, við hlið þeirrar mannlegu tilhneigingar að skilja aðra með hliðsjón af sjálfum sér, þar til tekist er loks á við raunveruleikann.